Loading

FACEBOOK FJARLÆGIR MYNDIR AF LÁTNU BARNI

Eins og flestir vita eru Facebook blessunarlega með nokkuð strangar reglur hvað varðar myndbirtingar. Endrum og eins snúast þó reglurnar upp í andhverfu sína og valda miklum ursla.

Heather Walker komst að því þegar hún var fjóra mánuði gengið með þriðja barnið sitt að barnið þjáðist af alvarlegum galla sem ylli því að heili þess þroskaðist ekki. Því ætti barnið enga lífsvon. Hún ákvað þó að klára meðgönguna í stað þess að eyða fóstrinu og njóta þeirra nokkurra klukkutíma sem hún fengi með barninu.

Litli drengurinn hlaut nafnið Grayson og fæddist þann 15. febrúar. Hann lifið einungis í átta klukkustundir og var nokkuð vanskapaður út af gallanum. Það breytti Heather engu og í minningu sonar síns setti hún myndir af honum á Facebook síðu sína. Skömmu síðar var búið að fjarlægja myndirnar og loka reikningnum hennar af þeim sökum að myndbirtingin bryti gegn reglum Facebook.

Heather brást óvkæða við og í mótmælaskyni settu vinir og fjölskylda inn myndirnar af Grayson litla í staðinn. Málið fékk töluverða athygli og í kjölfarið opnaði Facebook aftur síðuna og heimilaði myndirnar – en þó einungis til vina.

Síðan þá hefur Facebook beðið Heather og fjölskyldu hennar afsökunar en afsökunarbeiðnin var svohljóðandi:

Eftir að hafa kannað málið ítarlega höfum við komist að þeirri niðurstöðu að myndirnar voru ekki brotlegar við reglur Facebook og voru fjarlægðar fyrir mistök. Facebook er síða þar sem yfir milljarður manna deilir yfir 300 milljón myndum daglega. Við erum með teymi fólks um heim allan sem fer yfir myndirnar af bestu getu en endrum og eins gerum við mistök. Við vottum ykkur okkar innilegust samúðarkveðjur og biðjumst afsökunar á atvikinu.

Ljósmyndir fengnar af Facebook.

X