Loading

Faðir ekki sáttur við framgöngu strætó

Ónefndur faðir skrifaði færslu á Facebook þar sem hann sagði farir sonar síns ekki sléttar eftir fyrstu strætóferðina sína. Notaðir faðirinn tækifærið til að deila upplifun sonarins og skora á leiðinni á Strætó að vanda til verka og sýna yngstu farþegunum kurteisi.

Vonandi er um einangrað tilfelli að ræða og almennt tekið vel á móti börnum en ágætist ábending engu að síður. Við viljum öll að börn hafi kost á því að ferðast með almenningssamgöngum og því skiptir miklu máli hvernig tekið er á móti þeim.

Hér er færsla föðursins:
„Sonur minn sem er 11 ára, fór í fyrsta sinn í Strætó í dag. Við vorum búin að hafa svolítið fyrir að setja appið á símann hans og hafa miðan tilbúinn til að virkja og klár í tuskið. Ég var líklega spenntari en hann vitandi að hann var kominn á stoppistöð að bíða eftir vagninum. Rétt um 10 mínútum á undan áætlun kom vagninn (Leið 18, Biskupsgata, kl. 15:13). Það segir mér að þetta hafi verið vagninn á undan, alltof seinn. Minn maður heldur á básúnunni í tösku og klöngrast upp í vagninn, passar sig á að reka töskuna ekki utan í.

“FLJÓTUR UPP Í VAGNINN.” hreytti bílstjórinn út úr sér, enda alltof seinn og án allrar vitundar um að þarna væri farþegi sem væri í fyrsta sinn að ferðast einn í strætó. Óliver var búinn að virkja miðann og sýndi vagnstjóranum sem var sýnilega pirraður þar sem hann var ekki með rétta valmynd uppi við. Hann hristi hausinn fúll. “Þú átt ekkert að ýta á þetta heldur þetta” truntaði hann og veifaði fingrunum. Óliver gerði sitt besta og settist svo aftur í vagninn.

Þetta var það fyrsta sem hann sagði mér þegar ég spurði hvernig ferðin hefði gengið. Frábær fyrsta upplifun fyrir ungan farþega.

Strætó, þið megið endilega skila slappri kveðju frá mér til viðkomandi bílstjóra og ég vona að þið bendið köppunum bak við stýrið á þá staðreynd að ungir gestir eiga skilið að komið sé fram við þá af sömu virðingu og vagnstjórar vilja að komið sé fram við sig.”

X