Loading

ÞRIGGJA ÁRA DRENGUR REKINN ÚR FLUGVÉL

Að ferðast með börn getur verið kúnstin ein og marga foreldra kvíðir fyrir að fara með börn sín í flug. Við vonumst til að börnin okkar mæti skilningi ef að þau haga sér ekki eins og dúkkubörn alla leiðina og liggjum á bæn í huganum að lenda aldrei í þessum aðstæðum sem að Mark Yanchak lennti í á dögunum þegar að honum og þriggja ára syni hans var vísað frá borði áður en vélin fór í loftið.

Forsaga málsins er sú að eiginkona Yanchak, hinn sonurinn og tengdamóðir sátu öll á öðrum stað í vélinni en þeir feðgar voru bara tveir. Eitthvað var sá stutti ekki í miklu stuði og harðneitaði að láta spenna sig í sætið og hljóp þess í stað upp og niður gangana. Loksins tókst þó að spenna drenginn eftir að móðir hans kom með snuð og vatn en þá var flugstjórinn þegar búinn að snúa vélinni aftur við en hún hafði verið á leiðinni út á flugbrautina.

Var þeim feðgum vísað frá borði en engin formleg skýring gefin. Að sögn talsmanns flugfélagsins vildi flugmaðurinn frekar leysa vandann á jörðu niðri í stað þess að lenda í veseni upp í háloftunum. Var fjölskyldunni boðið annað flug með sama flugfélaginu en þau neituðu og telja ólíklegt að þau muni stíga um borð í vélar flugfélagsins aftur.

Og hvaða flugfélag var þetta? Jú, kæru foreldrar – það heitir Alaska Airlines og ef þið ætlið að bregða ykkur á norðurslóðir í sumar ráðleggjum við ykkur að búa ykkur undir allt.

Ljósmyndin tengist fréttinni ekki.

X