Loading

Fæddi á 18 mínútum – MYNDIR

Flestar mæður óska þess að fæðingin gangi hratt og örugglega fyrir sig. En hversu hratt er hratt? Cara Hocking fæddi sitt fjórða barn á dögun á aðeins 18 mínútum og fæðingarljósmyndarinn Laura Eckhert myndaði fæðinguna sem hún segir að hafi verið ólík öllu því sem hún hefu ráður séð.

Í aðdraganda fæðingarinnar voru Eckhert og Hocking búnar að ræða saman um mögulegar útkomur en fyrri fæðingar Hocking höfðu allar verið hraðar þannig að búast mátti við að þessi yrði það einning. Fyrsta barn hennar fæddist eftir sex tíma hríðir, annað barnið kom eftir klukkustund og 13 mínútur og það þriðja á aðeins 53 mínútum. Það var því viðbúið að þessi fæðing yrði enn hraðari og stærstu áhyggjur þeirra voru hvort þau myndu ná upp á sjúkrahús.

Það var því ákveðið að sprengja belginn og viti menn… Cara var lögð inn á sjúkrahús eins og myndirnar sýna, belgurinn var sprengdur, Eckhert tók sér stöðu og 18 mínútum seinna fæddist Hendrix liti.

Móður og barni heilsast vel en vá…

X