Loading

FÆDDI BARN FYRIR FULLU HÚSI

Gjörningarlistakonan Marni Kotak hefur þótt frumleg í listsköpun sinni í gegnum tíðina. Hún hefur endurskapað ýmsa atburði ævi sinnar á borð við jarðaför afa síns og þegar hún missti meydóminn. Þegar hún var ófrísk ákvað hún að taka listsköpun sína skrefinu lengra og setja á svið sýningu sem stóð yfir í fimm vikur. Kallaðist hún “The Birth of Baby X” og fjallaði um – eins og nafni gefur til kynna – fæðingu sonar hennar. Var sýningarsal breytt í fæðingarstofu og daglega gátu gestir og gangandi komið og fylgst með gangi mála og kynnt sér önnur verk hennar.

Barnið fæddi hún síðan fyrir fullu húsi og gekk allt eins og í sögu. Sjálf segir Kotak að sér finnist barnsfæðing það merkilegasta í heiminum og hún gæti ekki undanskilið svona stóran hluta lífs síns frá listsköpun sinni. Kotak hefur verið verðlaunuð fyrir listsköpun sína en nánar má kynna sér listsköpun hennar HÉR.

Marni-Kotak

X