Loading

FÆDDI BARN FYRIR UTAN VERSLUNARMIÐSTÖÐ

Ævintýrin gerast enn og þessi fæðing átti sér stað í Bretlandi á dögunum þar sem að kona brá sér í verslunarmiðstöð og missti þar vatnið. Ekki vildi betur til en svo að fæðingin fór af stað og var hún rétt komin út á bílastæði þegar að barnið mætti í heiminn. Verslunarmiðstöðin heitir Eden og því ákvað móðirin að skíra dótturina Eden – verslunarmiðstöðinni og atburðarrásinni allri til heiðurs. Móður og barni heilsast vel en eiginmaður hennar og fjögurra ára sonur voru viðstaddir – ásamt sjúkraliðum sem mættir voru á svæðið.

Ætli mannanafnanefnd muni samþykkja Kringla eða Smáralind?

kim2

X