Loading

FÆDDIST MEÐ AUKA HÖND

PAKISTAN – Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað sl. sunnudag að lítil stúlka fæddist með þrjá handleggi. Þriðji handleggurinn er á baki stúlkunnar, nálægt mænunni. Búist er við að stúlkan farið í aðgerð á næstu dögum þar sem handleggurinn verður fjarlægður. Um er að ræða sjaldgæfan fæðingargalla sem heitir Polymelia en á dögunum greindum við frá því að fjarlægðir hefðu verið fjórir auka fætur á nýfæddum dreng.

Læknar stúlkunnar segjast ekki enn vita hversu erfitt verði að fjalægja handlegginn enda verði um fyrstu aðgerð sinnar tegundar að ræða á sjúkrahúsinu þar sem aðgerðin mun fara fram.

Ljósmynd: The Express Tribune via YouTube

X