Loading

FÆÐINGARFÓBÍA FÆRIST Í AUKANA

Þrátt fyrir að líkami okkar sé gerður fyrir barneignir og þær teljist allajafna eðlilegasti hlutur í heimi þá eru margar konur sem geta ekki hugsað sér að fæða. Um er að ræða raunverulega fælni sem hlotið hefur útlenska heitið Tocophobia.

Eitt frægasta fórnarlamb fæðingarfælninnar er leikonan Helen Mirren sem sagði frá því í viðtali fyrir nokkrum árum að sér þætti tilhugsunin um fæðingu ógeðsleg og að hún hefði vitað frá unga aldrei að hún ætti aldrei eftir að eignast börn. Rakti hún upphaf fælninnar til kynfræðslumyndar í barnaskóla. „Blóðið og viðbjóðurinn” í myndinni í myndinni hafði slík áhrif á hana að enn þann dag í dag getur hún ekki horft á neitt sem tengist fæðingum.

Líkt og aðrar fælnir, má meðhöndla fæðingarfælnina með réttri meðferð. Engu að síður eru margar konur sem þjást af fælninni án þess að gera sér grein fyrir því – og leita sér því ekki meðferðar.

Samkvæmt rannsókn frá árinu 2000 sem birtist í breska tímaritinu British Journal of Psychiatry, er Mirren alls ekki ein um að þjást af fæðingarfóbíunni. Þrátt fyrir að engar áreiðanlegar tölur séu um tíðni fæðingarfóbíu hafa breskar rannsóknir sýnt fram á að allt að sjötta hver kona sé hrædd við að fæða og að tíðnin eigi einungis eftir að aukast.

X