Loading

Fæðingarmynd með föður olli uppnámi

Fæðingarljósmyndarinn Lacey Baratt deildi á dögunum mynd af fæðingu þar sem faðir sést halda á nýfæddu barni sínu. Barnið er enn tengt við fylgjuna sem er til hiðar við barnið.

Myndin hefur farið víða og sitt sýnist hverjum en Baratt sá sig knúna á dögunum til að svara háværum ummælum við myndina þar sem fylgjan var sögð óviðeigandi og skemma annars fallega mynd.

Baratt sagði:
„Hættið. Strax. Ég virði skoðanir ykkar en ekki dirfast að deila hatri og fæðingarskömm í nafni réttar ykkar til þess að hafa skoðun og geta deilt henni. Fæðingarskömm felur í sér að móðir upplifir skömm eða sekt vegna þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið varðandi sína fæðingu. Fæðingarskömm eykur líkurnar á fæðingarþunglyndi og fæðingarsturlun.”

Því næst hvetur Baratt fólk til að hugsa áður en það tjáir sig um eitthvað jafn viðkvæmt og dýrmætt og fæðing er. Óvandaðar athugasemdir getir kastað skugga á annasr fallega upplifun. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og virða skal val fólks þegar kemur að fæðingu. Hvort fólk kveiki í fylgjunni eða taki mynd af henni er algjörlega þeirra mál og við vitum öll hversu mikið álag er á líkamsstarfsemi móður fyrst eftir fæðingu þannig að aðgát skal höfð…

X