Loading

FÆR 500 MILLJÓNIR FYRIR BARNASPIKIÐ

Stjörnurnar í Hollywood eru undir mikilli pressu að komast í form eftir barnsburð en þetta nær nýjum hæðum. Jessica Simpson, sem tilkynnti heiminum á dögunum að hún væri ófrísk, hefur gert samning við megrunarfyrirtækið Weight Watchers um að koma sér aftur í form eftir fæðingu barnsins – með hjálp fyrirtækisins.
Er samningurinn metinn á 4 milljónir dollara – eða sem nemur tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. Verður þetta að teljast ágætis samningur – og fín búbót fyrir hina fjáðu Simpson sem virðist hafa einstakt lag á að þéna peninga þrátt fyrir að gera lítið sem ekkert.
Fjölmiðlar hafa verið duglegir við það í gegnum tíðina að gagnrýna holdarfar hennar svo að búast mátti við því að hún færi í megrun fljótlega eftir fæðingu – nú fær hún hins vegar borgað fyrir það og ætti því að þramma sátt upp á fæðingardeild þegar þar að kemur.

X