Loading

FALSAÐI DÁNARVOTTORÐ DÓTTUR SINNAR

Kona nokkur í New York hefur verið vikið úr starfi fyrir að ljúga til um dauða dóttur sinnar. Konan, Joan Barnett, tilkynnti skólayfirvöldum í skólnum þar sem hún starfar að dóttir hennar hefði látist á Costa Rica og hún þyrfti að komast þangað til að ganga frá fluttningi hennar heim. Fékk hún 18 daga frí.

Við heimkomuna skilaði hún inn dánarvottorði dótturinnar en eitthvað þótti það grunsamlegt svo að skólayfirvöld fóru að grenslast fyrir um málið. Í ljós kom að dóttirin var við hestaheilsu og að vottorðið var falsað.

Barnett viðurkenndi á endanum verknaðinn og var á dögunum dæmd fyrir glæpinn.

Ljósmynd: iStock
Heimild: Fox News

X