Loading

FANN BÖRNIN EFTIR 30 ÁRA LEIT

Hatrömm forræðisdeila endaði á versta veg þegar að faðir barnanna rændi þeim og flúði úr landi.

Í þrjátíu ár hefur Paulette Moray leitað að börnunum sínum tveimur, Sasha og Naomi, eftir að fyrrum eiginmaður hennar, Max Moray, rændi þeim þann 31 júlí 1981.

Paulette helgaði líf sitt leitinni að börnunum tveimur sem voru fjögurra og tveggja ára gömul þegar þeim var rænt en á þeim tímapunkti var ekki vitað að það var faðir þeirra sem rændi þeim. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hann hafði samband við dagblað í Bretlandi og lét vita að hann væri með börnin.

Núverandi eiginmaður Paulette, George London, var smiður sem gerðist einkaspæjari og hefur helgað líf sitt leitinni að börnum eiginkonunnar. Fyrir nokkrum árum síðan uppgötvaði hann að mannræninginn byggi í Ísrael og árið 2005 komst hann yfir netfangið hans. Þóttist hann vera gamall fjölskylduvinur og sagði að Paulette væri látin. Tókst honum með því móti að fá heimilsiföng barnanna sem þá voru orðin fullvaxta.

Sendi London stjúpsyni sínum eintak af bókinni The Hunt sem hann skrifaði ásamt Ian Wishart. Í nokkra daga heyrðist ekki neitt uns loksins barst tölvupóstur. Systkinin voru eðlilega í áfalli yfir fréttunum enda höfðu þau enga hugmynd um að þeim hefði verið rænt eða að þau ættu móður sem væri að leita þeirra.

Sjálf segir Paulette að þetta sé ótrúleg tilfinning og mikill léttir. Óvissan og áhyggjurnar séu verstar en hún hlakki til þess að eiga framtíð með börnunum sínum.

Nánar má lesa um málið á vef Daily Mail HÉR.

X