Loading

Fann óvenjulega aðferð þegar brjóstagjöfin brást

Í hugum margra er brjóstagjöfin ómissandi þáttur af næringu barna á fyrsta æviskeiðinu og það er gott og vel. Hins vegar koma upp aðstæður þar sem brjóstagjöfin gengur ekki og þá er oftast næst stuðst við pelagjöf.

Í tilfelli Bridget Burke-Purdy var pelagjöfin þó ekki að virka þegar þriðja barn hennar fæddist mánuði fyrir tímann. Bidget hafði greinst með krabbamein og út af geislameðferð sem hún var í var ekki talið öruggt að gefa drengnum mjólkina úr henni. Hún hafði áður haft tvö börn á brjósti fremur lengi og var mikil talskona fyrir brjóstagöf en brjóstagjöf er ekki jafn algeng í Bandaríkjunum og Kanada eins og hér á landi.

Bridget hafði öflugt stuðningsnet mjólkandi mæðra í kringum sig sem höfðu drenginn á brjósti en það var ekki að gefast nógu vel. Allt var reynt uns ákveðið var að prófa það sem almennt er kallað fingragjöf.
Fingragjöfin er almennt hugsuð sem skammtímalausn en í tilfelli Bridget var þetta lausnin sem þau leituðu að. Drengurinn tók fingurinn vel og fékk gjafamjólk.

Bridget segir að það hafi komið sé verulega á óvart hvað henni þótti þetta lítið frábrugðið hefðbundinni brjóstagjöf. Sog barnsins hafi framkallað losun oxítósíns hormónsins á svipaðan hátt og gerist í brjóstagjöf og hún hafi upplifað alveg sömu nánd. Eiginmaður hennar hafi jafnframt tekið virkan þátt í gjöfinni og sagðist loksins skilja hvað það var við brjóstagjöfina sem er svo einstakt.

Bridget varð aftur barnshafandi og í þetta skiptið mátti hún gefa brjóst enda krabbameinsmeðferðinni lokið og hún úrskurðuð í bata. Drengurinn vildi þó ekki sjá brjóstið en nýja barnið tók því fagnandi.

Ákvað Bridget að deila sögu sinni og birti með þessa mynd sem er um margt æði sérstök enda sést hún þar gefa tveimur börnum í einu, dregnum sem þá var orðinn rúmlega tveggja ára og svo nýja barnið sem lá á brjóstinu.


Hér má sjá Bridget ásamt yngstu börnum sínum tveimur. Annað er á brjósti og hitt drekkur úr fingrinum.

Heimild: Supply Line Breast Feeding Awareness Project

X