Loading

FÉKK VÍTAMÍN Í STAÐ PILLUNNAR

Hjón nokkur fóru í mál við heilsugæsluna sína eftir að konan hafði fengið meðgönguvítamín í staðin fyrir getnaðarvarnapilluna. Atvikið átti sér stað árið 2010 en þá fór konan á heilsugæsluna til að fá uppáskrifaðar getnaðarvarnarpillur. Læknirinn ruglaðist heldur betur og skrifaði upp á meðgönguvítamín sem að konan tók samsviskusamlega og áttaði sig ekki á neinu. Mánuði síðar áttaði konan sig á mistökunum en það var þegar orðið of seint þar sem hún var orðin ófrísk.

Fóru hjónin því í mál við heilsugæsluna og krafðist þess að hún kostaði umönnun barnsins. Rétturinn hafnaði hins vegar kröfu þeirra á þeim forsendum að einungis væri hægt að gera lækni ábyrga fyrir þungun ef að eiginleg ófrjósemisaðgerð hefði farið fram.

Stelpur… lesa vel á pillupakkningarnar…

p.s. þetta gerðist í Bandaríkjunum.

X