Loading

FENGU VITLAUST BARN EFTIR FÆÐINGU

Það hlýtur að vera versta martröð hverra foreldra að fá vitlaust barn í hendurnar – og átta sig ekki á því. Í Ástralíu á dögunum varð kæruleysi sjúkrahússtarfsmanns til þess að börnum var víxlað og þau færð í hendur vitlausra foreldra. Misskilningurinn uppgötvaðist ekki fyrr en átta tímum síðar – en þá höfðu börnin þegar verið hjá „röngum” foreldrum allan þann tíma – og verið á brjósti. Foreldrar barnanna eru skiljanlega æfir yfir atvikinu og hafa yfirmenn sjúkrahússins sent úr formlega afsökunarbeiðni.

Ekki er búist við að varanlegt tjón hljótist af en maður spyr sig þó hvort að atvikið geti haft áhrif á tengslamyndun og eins hvort að þetta rugli nýburana ekki – þar sem þeir læra að þekkja mjólk móður sinnar á lyktinni einni saman.

X