Loading

FENGU VITLAUST SÆÐI

Hjón í Bretlandi hafa farið í mál við stærsta sæðisbankann þar í landi eftir að í ljós kom að þau fengu vitlaust sæði afgreitt. Parið hafði áður valið sér sæðisgjafa og eignast barn með því sæði. Þegar þau hugðust eignast annað barn var þeim í mun að börnin yrðu alsystkini og því fengu þau sæði frá sama sæðisgjafa.

Hjónunum brá þó heldur betur í brún þegar barnið kom í heiminn og var allt örðuvísi á litinn en systkin þess. Þegar málið var kannað nánar kom í ljós að bankinn hafði ruglast á sæði og höfðu hjónin því fengið allt annað sæði en þau báðu um.

Lögfræðingur hjónanna segir þau æf yfir misskilningnum og að afleiðingarnar fyrir fjölskyldunar geti verið gríðarlegar. Ekki fékkst þó frekari skýring á því hvað hann átti við en ljóst er að yngra barnið er af öðrum kynþætti en hinir fjölskyldumeðlimirnir.

Ljósmynd: iStock

X