Loading

Finnsku barnaboxin á leið til Bandaríkjanna

New Jersey fylki í Bandaríkjunum hefur formlega tekið finnsku hugmyndina um barnaboxið upp á sína arma og hyggst í samstarfi við The Baby Box Company hefja dreyfingu á boxunum til allra verðandi foreldra í fylkinu.

Finnska barnaboxið hefur verið gefið verðandi foreldrum í Finnlandi frá árinu 1938. Hugmyndin er að boxið innihaldi allt það sem barnið þarf fyrst eftir fæðingu og boxið sjálft er notað sem rúm. Er boxið talið hafa stuðlað að mikilli fækkun ungbarnadauða þar í landi og almennt þykir hugmyndin algjör snilld.

Og nú er hún komin til Bandaríkjanna. Boxið er fagurlega hannað með myndskreytingum sem eiga að tákna helsta prýði fylkisins sem eru strendur þess. Í boxinu eru janframt Pampers bleyjur og blautþurrkur, samfellur, Lansinoh brjóstapúðar og geirvörtukrem svo að fátt eitt sé upptalið. Boxin verða þó ekki afhent foreldrum á leiðinni heim af sjúkrahúsinu heldur þurfa foreldrar að skrá sig sérstaklega á heimasíðu The Baby Box Company og horfa þar á kennslumyndband í leiðinni.

Hér er hægt að nálgast heimasíðu The Baby Box Company

X