Loading

FINNST ÞÉR AÐ BANNA EIGI STAÐGÖNGUMÆÐRUN?

Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi.

Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar”.

Umræður um staðgöngumæðrun hefur verið hávær hér á landi undanfarin misseri eftir að foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum.

Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi.

Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja.”

Hægt er að nálgast ályktunina HÉR

Okkur leikur hins vegar forvitni á að vita hvað ykkur finnst kæru lesendur… á að banna staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eða leyfa hana alveg?

X