Loading

FINNUR ÞÚ FYRIR DEPURÐ?

Pistill eftir h2 – hómópatana Guðnýju Ósk og Önnu Birnu en þær eru jafnframt höfundar bókanna Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu.

Þegar einstaklingur finnur fyrir depurð, er það ástand sem kallar á athygli. Eitthvað er að sem þarfnast breytinga og úrvinnslu.

Oft er það of mikið stress og áreiti sem erfitt getur verið að höndla sem veldur þesslags ójafnvægi og eins gætu mikilvægar tilfinningar hafa verið lokaðar inni. Sorg og missir þarfnast síns tíma og skilnings til að vel sé hægt að vinna úr. Eins eru það oft minni erfiðleikar, s.s. eins og almenn vonbrigði, misklíð í samböndum eða í starfi sem getur komið af stað depurð.

Vannæring, ofnæmi, hormónaójafnvægi og lífefnafræðilegar ástæður geta einnig verið orsakavaldar.

Hér eru nefndar ÖRFÁAR af þeim fjölmörgu remedíum sem að geta komið að góðu gagni vegna depurðar. Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata við val á hæfustu remedíunni við hvert tilfelli.

Arsenicum album:

Kvíði, óöryggi og fullkomnunarárátta, getur orðið til þess að kröfur til sjálfs sín standist ekki og einstaklingur verður dapur. Áhyggjur um veraldleg gæði geta komið einstaklingi í þetta ástand. Einstaklingur verður kröfuharður á aðra og jafnvel tortrygginn og hræðist tilhugsunina um að vera orðinn veikur og að ástand hans versni.

Aurum metallicum:

Alvarlegt og „fókuserað“, metnaðarfullt fólk, sem á það til að falla í depurð ef að ekki gengur allt eins vel og áætlanir stóðu til um. Vanmáttarkennd, niðurlæging og reiði geta leitt til tilfinninga um tómleika og gagnleysis. Einstaklingi líður verr á nóttinni, hann fær martraðir og á erfitt með svefn.

Natrum muriaticum:

Lokað fólk með mikla ábyrgðarkennd. Oft niðurbæld reiði, sorg, ástvinamissir eða hræðsla um að hafa ekki úr nógu að mauða. Vilja ekki huggun og vilja vera ein ef þau að þurfa að gráta. Eru kvíðin og sökkva sér í gamlar sorgir. Hafa oft mígreni, bakverki og oft fylgir svefnleysi depurðinni. Þau sækja í salt, saltan mat og þreytast auðveldlega í sólinni.

Staphysagria:

Þögul, viðkvæm og tilfinningarík, á erfitt með að standa fyrir sínu. Særindi, skömm, niðurlæging og bældar tilfinningar leiða til depurðar. Geta orðið ofsareiðir, jafnvel kastað til hlutum ef að þeir eru undir of miklu álagi. Svefnleysi, tannverkir, höfuðverkur, magaverkur og blöðrubólga geta einnig komið ef mikið álag er á einstaklingi.

– – –
h2 stendur fyrir hómópatana tvo Guðnýju Ósk og Önnu Birnu sem eiga sér draum. Draum um að sem flestir þekki hómópatíu, fyrir hvað hún stendur og geti notfært sér þessa náttúrulegu og mildu meðferð við flestum af þeim kvillum sem koma upp í daglegu lífi. Með það að leiðarljósi hófu þær ritun og útgáfu sjálfshjálparbóka um hómópatíu á íslensku til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir heildrænum meðferðum íslendinga. Ásamt því að skrifa bækur, greinar og fróðleik um hómópatíu og annað heilsutengt efni, stendur h2 einnig fyrir námskeiðum og kynningum um hómópatíu.
Báðar námu þær hómópatíu frá The College of Practical Homoeopathy, í Bretlandi. Þær eru margra barna mæður og uppalendur.

Nú þegar hafa þær gefið út tvær bækur Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu. htveir heldur úti vefsíðu um hómópatíu og heilsutengt efni www.htveir.is og facebooksíðu Htveir hómópatíubækur.

Guðný Ósk nam hómópatíu við The College of Practical Homoeopathy, í Bretlandi, 1999-2003. Frá því að hún útskrifaðist sem hómópati hefur hún sótt ýmis námskeið, bæði hérlendis og erlendis, til að viðhalda og auka við kunnáttu sína. Hún átti sæti í stjórn Organon fagfélagi hómópata 2005-2007 og átti einnig sæti í stjórn Bandalags íslenskra græðara 2005-2006.
Tímapantanir í síma: 895 6164 eða í tölvupósti (gudnyosk”hjá”htveir.is).

Anna Birna nam hómópatíu við The College of Practical Homoeopathy, í Bretlandi, 2000-2004. Hún lauk námi í ráðgjöf hjá Ráðgjafaskóla Íslands árið 2007. Frá því að hún útskrifaðist sem hómópati hefur hún sótt ýmis námskeið, til að viðhalda og auka við kunnáttu sína. Hún átti sæti í stjórn Organon fagfélagi hómópata frá 2003 og var formaður þess frá 2005-2010 og einnig formaður Bandalags íslenskra græðara frá 2005-2008.
Tímapantanir í síma: 846 6382 eða í tölvupósti (annabirna”hjá”htveir.is).

X