Loading

FJÖLDAMÁLSÓKN GEGN GENERAL MILLS

Amerískir matvælaframleiðendur virðast einskis svífast til að sannfæra neytendur um ágæti vara sinna en nú (loksins) þykir fólki nóg komið. Nýverið höfðaði hópur fólks á vegum Center for Science in the Public Interest í Bandaríkjunum mál gegn General Mills sem sjálfsagt eru hvað þekktastir fyrir morgunkorn og aðar vörur sem fluttar eru inn hér á landi í stórum stíl. Gengur málsóknin út á að banna GM (General Mills) að auglýsa vörur sínar á villandi hátt. Þekkt er að vörur séu auglýstar sem „ríkar af C-vítamíni” eða „fitulausar”. Vilja samtökin meina að slíkt séu mjög villandi merkingar þegar að varan inniheldur lítið annað en hvítan sykur.
GM halda því fram að ekki sé verið að blekkja neinn, innihaldslýsingarnar séu á pakkningunum. Hins vegar skal bent á að ekki eru allir læsir á slíkar umbúðir enda þekkt að framleiðendur reyni að fela innihald á borð við sykur með ólíkum heitum.

X