Loading

Fleiri eiturefni í barnaleikföngum en kynlífsleikföngum

Frændur okkar Svíar eru snillingar og duglegir að rannsaka allt milli himins og járðar, meðal annars eiturefnainnihald í leikföngum af ýmsum gerðum – bæði fyrir börn og fullorðna.

Í úrtakinu voru 44 kynlífsleikföng og 112 barnaleikföng. Niðurstöður leiddu í ljós að 2% kynlífsleikfanganna innihélt bönnuð efni á meðan heil 15% barnaleikfanganna innihéldu óæskileg efni. Af öllum kynlífleikföngunum var aðeins einn ræfilslegur dildó sem innihélt óleyfilegt paraffín.

Að vísu var úrtakið lítið en það er engu að síður áhugavert að framleiðendur kynlífsleikfanga skuli leggja meiri metnað í afurðir sínar en leikfangaframleiðendur.

Nánar má lesa um rannsóknina hér.

X