Loading

FLEIRI KONUR FÆÐA HEIMA ÁN AÐSTOÐAR

Það færist í aukana að konur ákveði að fæða heima – án nokkurrar aðstoðar fagfólks úr heilbrigðisgeiranum. Í Daily Mail í dag er viðtal við hina þrítugu Cher Sievey sem á þrjú börn og þar af eru tvö þeirra yngri fædd heima, án allrar aðstoðar.

Sievey segir að þessi ákvörðun hennar hafi vakið undrun og margir hafi fordæmt hana. Einn læknir hafi meira að segja sagt henni að það ætti að sækja hana til saka fyrir verknaðinn. Sjálf segist Sievey hafa meiri trú á líkama sínum en svo og að fæðing sé eðlilegasti hlutur í heimi. Hún hafi axlað ábyrgð á ákvörðunum sínum og að hún myndi aldrei gera neitt sem gæti skaðað börnin.

Talið er að heimafæðingar án aðstoðar séu að aukast í Bretlandi en mikil óánægja hefur verið með heilbrigðiskerfið þar í landi og ætli konur að fæða heima með aðstoð þurfi þær að greiða fúlgur fjár fyrir.

Í Bandaríkjunum er talið að yfir 7000 börn fæðist árlega heima – án aðstoðar frá fagfólki og að tíðnin sé að aukast. Oft er það vegna báglegrar fjárhagsstöðu hinna verðandi foreldra en dýrt er að fæða á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og ekki allir sem hafa efni á að greiða fyrir dýrar sjúkratryggingar.

Nánar má lesa um málið HÉR.

X