Loading

FLOTTASTA BARNAHERBERGI ALLRA TÍMA

Þetta er mögulega flottasta barnaherbergi allra tíma. Herbergið er staðsett á David Citadel hótelinu í Jerúsalem en það er þekkt athvarf þeirra ríku og frægu. Herbergið er sérhannað með þarfir barnsins í huga og engu hefur verið tilsparað til að skapa sannkallaðan ævintýraheim. Allt sérsmíðað, efnisval til háborinnar fyrirmyndar og nánast gulltryggt að barnið á aldrei eftir að vilja fara heim.

Fyrir okkur hin sem erum ekki að skipuleggja heimsókn til Ísrael þá getum við dáðst að herlegheitunum, fengið góðar hugmyndir og öfundað í laumi börnin sem þarna fá að leika sér.

Heimild: David Citadel Hotel

X