Loading

Flottustu skólavörurnar eru frá Tulipop!

Við erum að elska skólavörurnar frá Tulipop en fyrirtækið opnaði sem kunnugt er verslun á Skólavörðustíg þar sem hægt er að fara og dást að öllum vörunum. Að auki er vefverslunin fullvirk eins og venjulega en við máttum til með að deila skólavörunum enda sérdeilis vel heppnaðar. Um er að ræða skólatöskur og íþróttapoka, nestisbox, drykkjarbrúsa og pennaveski. Einnig eru ritföng í boði þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Að því sögðu þá er það merkilega aðdáunarvert að um íslenska hönnun sé að ræða sem er þar að auki að gera það gott um allan heim. Við ættum að hlúa vel að því sem gott er og styðja við bakið á frumkvöðlum sem eru að gera frábæra hluti.

Netverslun Tulipop má nálgast hér…

X