Loading

FORDÆMD FYRIR AÐ GRENNAST EKKI

Hún er fyrrverandi Ungfrú Heimur, ein þekktasta og dáðasta leikkona Indlands, gift dáðasta leikaranum þar í landi og nú… fórnarlamb Vestrænna staðalímynda sem fordæma hana fyrir að vera ekki búin að brenna af sér kílóin sem hún bætti á sig á meðgöngu.

Aishwarya Rai Bachchan varð móðir fyrir sjö mánuðum síðan og hefur síðan þá haldið sig til hlés. Endrum og eins nást þó myndir af henni þar sem sést í undirhökuna á henni og augljóst er að hún er ekki komin aftur í sitt fyrra form. Fréttamiðlar hafa farið um hana ófögrum orðum og haft að háði og spotti og algeng ummæli á vefsíðumm í Indlandi og víðar eru á þá leið að henni beri skylda – sem ein fallegasta og frægasta kona Indlands að grenna sig líkt og Victoria Beckham og Angelina Jolie (og fleiri Hollywood stjörnur).

Hafa þessi ummæli og fréttafluttningur orðið til þess að margir eru æfir yfir þeim kröfum sem gerðar eru til nýbakaðra mæðra sem eru í sviðsljósinu. Mæður um allan heim fordæma þessar kvaðir og sjálf segist Aishwarya einungis vera að gefa sér tíma til þess að njóta móðurhlutverksins.

Aishwarya er væntanleg á Cannes kvikmyndahátíðina og nú beinist kastljós fjölmiðlanna að henni sem aldrei fyrr. Indverskir kvennréttindafrömuðir benda á að líkamsbygging indverskra kvenna sé allt önnur en tíðkist á Vesturlöndum og að kröfurnar séu með öllu óraunhæfar auk þess sem að þær varpi skugga á gleði nýbakaðra mæðra.

Þekkt er í fjölmiðlum að fylgst sé ítarlega með frægum konum eftir að þær hafa fætt börn og þeim hampað fyrir að grenna sig á undraverðum hraða. Frægastar eru sjálfsagt Victoria Bekcham og Beyonce Knowles en engum sögum fer af andlegri líðan þeirra fyrir vikið. Enda skiptir það minna máli en mittisstærðin. Sjálf Jessica Simpson hefur tekið þetta á næsta stig og gert samning við megrunarfyrirtæki um að grennast með þeirra hjálp. Fyrir vikið mun hún fá hundruðir milljóna greiddar. Um er að ræða hætturlegar staðalímyndir sem óheilbrigt er með öllu að hengja sig á og við vonum svo sannarlega – fyrir hönd allra kvenna – að þetta muni breytast og að nýbakaðar mæður verði ekki lengur skotspónn fjölmiðla ef þær eru ekki komnar aftur í kjörþyngd korteri eftir fæðingu.

Myndir af Aishwarya má sjá HÉR.

X