Loading

FORELDRAHANDBÓKIN.IS OG DOKTOR.IS Í SAMSTARF

Þau stórmerkilegu tímamót áttu sér stað á dögunum þegar að Foreldrahandbokin.is og Doktor.is handsöluðu samstarfssamning. Samstarfið felur í sér að efni á Doktor.is tengt meðgöngu og börnum verður í framtíðinni aðgengilegt inn á síðu Foreldrahandbókarinnar – en yfirlýst markmið hennar er einmitt að auka aðgengi foreldra að upplýsingum, fræðslu og ýmsu öðru efni sem tengist foreldrahlutverkinu og lífinu tengdu því.

Í fyrstu munum við birta myndbönd frá Doktor.is – TV sem eru einstaklega áhugaverð og fræðandi. Fyrir þá sem ekki vita er Doktor.is ein vinsælasta vefsíða landsins og hefur að geyma einstakt gagnasafn þar sem finna má greinar eftir sérfræðinga og ýmislegt annað sem gagnast getur í leitinni að betra lífi.

Við minnum jafnframt á Facebook-síðu Doktor.is og mælum með að þið “lækið” hana enda fádæma gagnleg og skemmtileg síða. Síðuna er hægt að nálgast HÉR.

X