Loading

Foreldrahandbókin kemur út á ný

Það er með gríðarlegri gleði og stolti að ég tilkynni að ný útgáfa af Foreldrahandbókinni er nánst tilbúin. Fyrir þá sem muna ekki eftir bókinni kom hún fyrst út árið 2010 en hefur verið uppseld lengi.

Í bókinni er að finna fróðleik fyrir foreldra allt frá fæðingu barnsins og út fyrsta árið. Í bókinni er að finna efni eftir helstu sérfræðinga landsins; lækna, ljósmæður, brjóstagjafaráðgjafa, svefnráðgjafa, prófessora, næringarfræðinga og svona gætum við lengi talið. Einnig er talað við fjölda foreldra sem deila reynslu sinni, auk þess sem þjóðþekktir foreldrar deila sinni sín á þetta merkilegasta verkefni lífsins.

Upphaflega bókin var yndisleg… þessi verður enn betri. Við bætum við miklu efni þannig að þetta verður 400 blaðsíðna bók þegar uppi er staðið. Bókin var á sínum tíma tvö ár í smíðum og unnið hefur verið að viðbótunum í yfir ár.

Verið er að safna fyrir útgáfu bókarinnar inn á Karolina Fund – og er um forsölu á bókinni að ræða. Bókin er þar á sérstöku verði – 7.500 krónur en fullt verð verður 8.900 krónur.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast bókina er því upplagt tækifæri að tryggja sér eintak í forsölu og vonandi tekst þetta hjá okkur. Hópfjármögnun virkar þannig að velunnarar verkefnisins leggja saman í púkk. Ef lágmarkið næst fær verkefnið fjármögnunina og velunnararnir fá það sem þeir hétu á. Ef lágmarkið næst ekki fella öll áheit niður.

Ég vona svo innilega að þetta takist hjá okkur…

Hlekkurinn inn á Karolina Fund er hér.

Með fyrirfram þakklæti,

Þóra

 

X