Loading

Foreldrahandbókin loksins komin aftur

Foreldrahandbókin er loksins komin út í nýrri og endurbættri útgáfu!

Foreldrahandbókin seldist upp á örskömmum tíma þegar hún kom fyrst út 2010. Hún er nú komin út aftur með gagngerum viðbótum og með nýjum og uppfærðum fróðleik. Í bókinni, sem er 440 blaðsíður, er að finna hagnýtar upplýsingar, ráðleggingar og reynslusögur foreldra auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar greinar um fjölmargt sem nýbakaða foreldra fýsir að vita og gott er að hafa á einum stað.

 

Bókin er á kynningarverði fram að áramótum og er komin í sölu á öllum helstu bóksölustöðum og á www.edda.is