Loading

ÁKÆRÐ FYRIR MORÐ Á ÞRIGGJA ÁRA SYNI SÍNUM

33 ára gamall franskur maður hefur verið ákærður fyrir refsa þriggja ára gömlum syni sínum með því að loka hann inn í þvottavél og setja í gang. Drengurinn lést skömmu síðar af áverkum sínum.

Að sögn frönsku lögreglunnar hugðist faðir drengsins, Christophe Chamenois, refsa þriggja ára gömlum syni sínum fyrir hrekk á leikskólanum. Klæddi hann drenginn úr öllum fötunum og lokaði inn í þvottavél heimilisins. Síðan setti hann vélina í gang. Móðir drengsins tók hann út úr vélinni síðar en þá var hann kaldur og meðvitundarlaus. Hljóp hún með hann yfir til nágrannans og sagði að hann hefði dottið niður stiga í íbúðinni. Skömmu síðar lést drengurinn af völdum höfuðáverka.

Fimm ára gömul systir litla drengsins sagði nágranna þeirra að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem bróður sínum væri misþyrmt. Hann hefði áður farið inn í þvottavélina, auk þess sem hann hefði verð læstur úti á gluggasillu í frosti eða læstur inn í skáp svo tímunum skipti.

Báðir foreldrar hafa verið handteknir og sætir faðirinn nú rannsókn vegna morðs á drengnum en móðirin hefur þegar verð ákærð fyrir aðild að morði og að hafa ekki komið syni sínum til bjargar.

Heimild: DailyMail

X