Loading

FORELDRAR Í RÚSSNESKRI RÚLLETTU

Auglýsingaherferð á vegum stjórnvalda í Milwaukee hefur vakið harkaleg viðbrögð í Bandaríkjunum en henni er ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem skapast þegar að ungbörn sofa upp í hjá foreldrum sínum. Að sögn yfirvalda í borginni má rekja fjölda dauðsfalla til þess að börn kafna í rúmum foreldra sinna en um fjórðung allra dauðsfalla barna undir eins árs megin tengja svefni – þar af tíu dauðsföll beint til köfnunar í rúmi foreldra.
Á auglýsingunum má sjá sofandi ungbarn liggja í rúmi við hliðina á hníf. Í texta auglýsingarinnar stendur að það sé jafn hættulegt að hafa barnið upp í hjá sér eins og hníf.
Margir foreldrar og fjölmiðlar hafa fjallað um málið og lýst yfir vanþóknun á aðferðarfræðinni. Bent hefur verið á að það sé ekki hættulegt að hafa barnið upp í sé fyllsta öryggis gætt en stjórnvöld í Milwaukee segja að vandinn sé það alvarlegur að bregðast þurfi við með harkalegum aðgerðum.
Réttarmeinafræðingurinn Cristopher Happy var allt annað en ánægður í viðtali við Journal Sentinel blaðið í fyrra þegar hann sagði að áhættan væri slík að hafa barnið upp í að foreldrar gætu allt eins spilað rússneska rúlletu með líf barnsins.

Staðreynd: Árið 2006 bjuggu tæplega 600 þúsund manns í Milwaukee borg. Samkvæmt heimildum létust þar 203 börn undir eins árs aldri árið 2007 – þar af tíu vegna köfnunar í rúmi foreldra.

Heimild: DailyMail
Ljósmynd: Milwaukee Health Department

X