Loading

FORELDRAR OKKAR ALLRA

Ég á hann Þorvald Kára, tæplega 9 mánaða, smájötunn sem að kyssir mig og knúsar daginn út og daginn inn. Ég elska hann og pabba hans svo innilega og ég vona heitar en allt að Þorvaldur Kári muni elska okkur eins mikið og við elskum hann alla ævi.
Lærum að virða, elska og kunna að meta foreldra okkar. Þeir eru besta fólk í heimi!

Í ár verð ég 19 ára og telst þar með fullorðin en það er einn staður og hjá einni manneskju þar sem ég verð alltaf barn, hvort sem er í hennar huga eða mínum. En ekki á slæman hátt, mér finnst gott að geta liðið eins og örverpinu hennar. Það er hjá henni mömmu sem ég fæ að vera barn, þar finnst mér að ég megi hugsa um mig, mér megi líða illa og ég megi gráta ef ég þarf. Ég megi kvarta og hún hlusti. Eins og hún gerir alltaf. Mamma er þessi ótæmandi viskubrunnur sem er alltaf til staðar sama til hvers, hvort sem manni vanti bara knús eða jafnvel bara eitt lítið bros. Knúsin hennar mömmu eru eins og hóstamixtúra, á meðan maður kúrir sig niður í hálskotið hennar mömmu þá virðast öll heimsins vandamál vera svo agnarsmá en svo því miður þegar aftur er upp, staðið bíða þau manns, en knúsið hefur minnkað stressið við að takast á við þau. Líkt og hóstamixtúran mýkir, þó svo hún lagi ekki allt saman.

Mamma er konan sem gaf mér líf, fæddi og klæddi í gegnum öll þess ár og gaf mér allt það sem ég þurfti og meira til. Ég á henni líf mitt að þakka og vil minna hana á það að:
 „Mamma þú ert besta kona í heimi!!”Svo er það hann pabbi. Mér hefur alltaf fundist hann pabbi vera greindasti maður í heimi. Hann vissi svörin við öllu! Það er alveg sama hversu oft við keyrum vestur í Kollsvík, mér finnst alltaf jafn gaman að spurja pabba hvað firðirnir heita, og hvaða vatni við erum núna að keyra framhjá. Ég og pabbi þrætum stundum en erum alltaf góðir vinir. Stundum hefur fólk sagt við mig, að líklegast séum við bara alltof lík, þess vegna séum við stundum að kíta.

Hann pabbi er einn af þessu fólki sem er alls ekki oft í vondu skapi, það er algjör undantekning ef að pabbi er í vondu skapi. Og í þau fáu skipti sem fýkur í hann, þarf einhvað mikið að vera að.

Pabbi á svo hlýjan faðm sem virðist alltaf vera opin, þótt svo maður gleymi því stundum, þá er hann alltaf til staðar ef manni vantar knús. Pabbi er líka svoleiðis að hann vill að maður geri sitt allra allra besta. Hann vill að maður hafi metnað og hann vill að maður vilji ná langt í lífinu.
Hann drífur mann oft áfram á stundum þegar manni langar að setjast niður og gefast upp.

Pabbi er alltaf kátur og lífsglaður og hefur frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Pabbi er maðurinn sem ól mig upp, gaf mér allt sem ég þurfti og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég á honum líf mitt að þakka. Hann er yndislegur á allann hátt og ég gæti ekki hugsað mér betra pabba.
Svo langar mig bara að minna elsku pabba á það:

Pabbi þú ert besti maður í heimi.

– – –
Gíslunn Hilmarsdóttir heiti ég og fæddist 6. ágúst 1994. Ég bjó í Kollsvík með fjölskyldunni minni til 8 ára aldurs, 2002, en þaðan fluttum við í Garðabæ. Ég á hann Þorvald Kára sem verður eins árs, 3. ágúst og er á föstu með honum Esra. Ég er í fæðingarorlofi sem stendur en stefni á skóla í haust. Ég er voða listræn og uni mér vel við að skrifa og teikna á milli þess sem við mæðgin förum í labbitúra og dúllum okkur!

X