Loading

Formjólkurkveisa – hvað er það?

Formjólkurkveisa eða lactose overload lýsir sér nánast eins og hefðbundin kveisa og er oft ruglað saman við hana. Hins vegar er hér um ólíkt vandamál að ræða. Formjólkurkveisan stafar af því að barnið er hreinlega að fá of mikla formjólk. Formjólkin er fitusnauðari og fer því hraðar í gegnum meltingu barnsins með þeim afleiðingum að líkami þess nær ekki að brjóta niður mjólkursykurinn.
Helstu einkenni formjólkurkveisu eru:

  • Barnið er óvært
  • Barnið drekkur stórar gjafir
  • Barnið drekkur oft ört
  • Barnið þyngist vel – stundum of vel
  • Barnið bleytir upp undir tíu bleyjur á sólarhring
  • Barnið er innan við þriggja mánaða gamalt

Áhugaverða grein um formjólkurkveisu má lesa inn á síðu Móðurást og hér er slóðin.

X