Loading

Frábær námskeið fyrir verðandi foreldra

Þær Ingunn Ásta Sigmundsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir eru gríðarlegar áhugakonur um flest allt er viðkemur börnum og uppeldi þeirra og fyrir rúmu ári síðan stofnuðu þær ráðgjafaþjónustuna EIK ráðgjöf. Upphaflega var EIK hugsuð sem aukavinna en hefur vaxið fiskur um hrygg – sérstaklega eftir að þær byrjuðu með námskeiðið Barnið komið heim, hvað svo? sem slegið hefur í gegn meðal verðandi foreldra. Námskeiðið er í senn skemmtilegt og uppfullt af ómissandi fróðleik sem hjálpar verðandi foreldrum við að undirbúa sig fyrir þau stóru tímamót sem fæðing barns er.

EIK ráðgjöf er nýtt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu fyrir verðandi foreldra og veitir fjölskyldu- og uppeldisráðgjöf. Við erum með námskeið fyrir verðandi foreldra, “Barnið komið heim, hvað svo?”. Við teljum fræðslu vera meginforvörn gegn erfiðl

Sjálfar segja þær að fræðsla sé ómetanleg forvörn gegn erfiðleikum sem geta komið upp í kölfar barneigna – þá ekki síst í samskiptum foreldra. Þær eru báðar þrælmenntaðar á sínum sviðum auk þess að hafa brennandi áhuga á málefninu og eiga fullt af börnum.
Námskeiðin eru haldin reglulega og í nóvember ætla þær í fyrsta sinn að bjóða upp á námskeið á virkum degi. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á Facebook síðu þeirra en einnig er hægt að skrá sig beint á eikradgjof@gmail.com.

Við mælum sannarlega með þessu námskeiði enda eru þær stöllur algjörir snillingar.

X