Loading

„FRÁBÆRT OG FALLEGT BARN FÆTT”

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi eignaðist í morgun litla heilbrigða stúlku á Landspítalanum. Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru segir í samtali við Smuguna að barnið sé bæði frábært og fallegt og að fæðingin hafi gengið vel. Næstu dagar verði teknir í algjöra hvíld.

Stúlkan lét bíða eftir sér en alls var Þóra komin níu daga framyfir sem er heldur óvenjulegt fyrir hana þar sem fyrri börn hennar tvö voru ákaflega stundvís. Stúlkan vó átján merkur og er 55 sentimetra löng.

Við óskum Þóru og Svavari hjartanlega til hamingju með stúlkuna.

X