Loading

FRÆÐSLA UM MEÐGÖNGUR OG FÆÐINGAR Á AKUREYRI

Laugardaginn 24. mars standa Hagsmunasamtökin um náttúrulegar fæðingar fyrir fróðlegri og skemmtilegri dagskrá tengdri meðgöngum og fæðingum.

Viðburðurinn hefst kl. 13:00 með kynningum og reynslusögum:

Kynning á Hagsmunasamtökum um náttúrulegar fæðingar

  • Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir, kynnir Hypnobirth, the Mongan method, og meðgöngujóga
  • Sandra Sif Jónsdóttir fjallar um starf Doulu
  • Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir, segir frá heimafæðingum
  • Fæðingarsaga. Elísa Tryggvadóttir deilir reynslu sinni af vaginal fæðingu eftir tvo keisara.

Að þessu loknu verður stutt hlé þar sem boðið er upp á léttar veitingar

Eftir hlé verður sýnd heimildarmyndin The Business of Being Born, sem fjallar um, og deilir á, fæðingarumhverfið í Bandaríkjunum.

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin þar sem samtökin eru að safna fyrir vatnsheldum fósturhjartsláttarnema fyrir heimafæðingarljósmæður á Akureyri.

Einnig verða burðarpokar, taubleiur og fæðingartengdar bækur til sýnis og sölu.

Allir velkomnir!

Staðsetning: Orkulundur – Viðjulundi 1

Facebook síðu viðburðarins má nálgast HÉR.

 

 

X