Loading

FRAMLEIDDUR EFTIR STRÖNGUSTU GÆÐAKRÖFUM

Margir foreldrar setja spurningarmerki við innfluttan barnamat með margra ára geymsluþol og velta því skiljanlega fyrir sér hvort slíkt sé næringarríkt og hollt? Viljum við gefa börnunum okkar mat sem er svo gerilsneyddur og mauksoðinn að það getur varla neitt lífvænlegt og hollt hafa lifað þá meðferð af?

Barnavagninn er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir í fyrsta skipti íslenskan barnamat. Vörulínan byggir á ávöxtum og grænmeti og er hugsuð þannig, að börn geti borðað matinn strax og þau eru komin á það stig að mega borða mat. Þegar þroski þeirra eykst og þau mega innbyrða flóknari mat, þá getur maturinn frá Barnavagninum alltaf verið notaður með öðrum mat, því að sjálfsögðu hættir barnið ekki að borða ávexti og grænmeti þótt fjölbreytnin aukist í fæðunni.

Ferskur barnamatur hefur ekki áður fengist í verslunum hér á landi, heldur einungis niðursoðinn matur þar sem búið er að drepa allar överur og ensím með miklum hita við suðu. Framleiðsla á ferskum barnamat kallar á fullkomna aðgæslu og faglega nálgun við framleiðsluferlið. Maturinn er gufusoðinn, en aðeins við það hitastig þar sem óæskilegar örverur eru drepnar. Eftir situr ferskvara sem lýtur að sjálfsögðu þeim lögmálum ferskvöru, að endast mun skemur en þær niðursoðnu.
Matvæla-rannsóknafyrirtækið Matís hefur verið með Barnavagninum í þróun þessarar vörulínu. Áskorunin í verkefninu var að tryggja ferskvöru með þriggja vikna endingartíma, sem þó væri meðhöndluð þannig að ferskleiki hráefnisins héldist. Ennfremur vildu framleiðendur forðast að bæta við nokkrum óæskilegum aukefnum. Þessi niðurstaða er nú fengin – litið hefur dagsins ljós ferskur íslenskur barnamatur, án óæskilegra aukefna. Eina aukefnið í nokkrum vörutegundum er eplasýra. Þetta efni er frá náttúrunnar hendi úr ávöxtum og er notað til að stilla sýrustig vörunnar.

Vörurnar má nálgast í verslunum Bónus, Krónunnar og Hagkaupa.

X