Loading

FREKAR FLOTTUR SJÓNVARPSVEGGUR

Hér er ekkert verið að flækja hlutina heldur notast við gamalt timbur sem búið er að hreinsa gróflega. Við rákumst á þetta á netinu þar sem engra heimilda var getið. Við getum því miður ekki rekið þetta til föðurhúsanna en hugmyndin er engu að síður góð og gagnleg.

Á einfaldan hátt er búið að brjóta á skemmtilegan hátt upp rýmið í stofunni þannig að þungamiðjan er þessi fallegi veggur. Með þessu móti er hægt að breyta til án þess að þurfa að leggja út í miklar pælingar eða vinnu. Svo er einfaldlega hægt að kippa spítunum í burtu þegar einhver fær leið á þeim auk þess sem falski veggurinn felur allar snúrur.

Það eina sem við ráðleggjum fólki er að pússa timbrið sæmilega svo að litlir fingur séu ekki mikið að fá flísar og eins má lakka viðinn með möttu og glæru lakki en það er samt alls ekki nauðsynlegt.

X