Loading

FULLUR PABBI LÉT NÍU ÁRA DÓTTUR SÍNA KEYRA

Maður var á dögunum handtekinn fyrir heldur óvenjulegar sakir. Maðurinn var drukkinn – og í bíl – en undir stýri sat níu ára dóttir hans. Það var ekki ökulag stúlkunnar sem að vakti athygli löggæslumanna heldur var það glöggur viðskiptavinur á bensínstöð sem að veitti ökumanni bílsins athygli og hringi í lögregluna. Þegar að bíllinn var stöðvaður spurði stúlkan af hverju hún hefði verið stöðvuð og hvort að eitthvað hefði verið að aksturslagi hennar.
Ekki er enn komið í ljós hvað verður um feðginin en faðirinn var handtekinn og var allt annað en sáttur – enda var hann ekki að keyra fullur!
Að sögn löggælsumanna var faðrinn allt annað en sáttur og bar því við að hann hefði verið að kenna dóttur sinni að keyra. Auk þess væri ekki hægt að handtaka hann því hann hefði ekki sjálfur verið drukkinn undir stýri.
Verið er að rannsaka málið en ekki hefur enn verið ákveðið hvort og þá fyrir hvað faðrinn verður ákærður.

Ljósmynd: iStock

X