Loading

Fyndnasti fæðingalæknir í heimi

Hafið þið aldrei lent í því að vera spurð sömu spurningarinnar aftur og aftur og aftur og aftur… þangað til þið hreinlega nennið ekki að svara henni einu sinni enn? Fæðingarlæknir nokkur var á þeim stað og bjóð því til ægilega fínt spjald sem hann hengdi upp á vegg á biðstofunni í þeirri von að það svaraði spurningunum sem hann nennti ekki að svara einu sinni enn. Hann plastaði meira að segja dýrðina til öryggis.

Þetta er mögulega með því betra á netinu í dag og við snöruðum þessu yfir á okkar ylhýra tungumál en látum orginalinn fylgja með.

Á ég að eignast barn eftir 35?
Nei, 35 börn eru nóg.

Ég er komin tvo mánuði á leið. Hvenær fer barnið að hugsa sér til hreyfings?
Ef þú ert heppinn, þegar það hefur lokið námi.

Hver er öruggasta aðferðin til að finna út kyn barnsins?
Fæðing.

Konan mín er komin fimm mánuði á leið og er svo skrítin í skapinu að stundum er hún alveg á mörkunum að vera í ruglinu.
Hver er spurningin?

Fæðingarþjálfinn minn segir að það sé ekki sársauki sem ég finn í fæðingunni heldur þrýstingur. Er þetta rétt?
Já, á sama hátt og einhver gæti kallað fellibyl loftstraum.

Hvenær er besti tíminn til að fá mænudeyfingu?
Þegar þú kemst að því að þú ert ólétt.

Er einhver ástæða fyrir því að ég ætti að vera viðstaddur fæðinguna?
Ekki ef þú tengir sérstaklega við orðið meðlag.

Er eitthvað sem ég á að forðast meðan ég jafna mig eftir fæðinguna?
Já, að verða ólétt.

Barnið okkar fæddist í síðustu viku. Hvenær verður konan mín eðlileg aftur?
Þegar krakkarnir flytja að heiman.

p.s. myndin var birt á Reddit af konu sem sagðist hafa tekið myndina hjá kvensjúkdómalækninum sínum. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum.

X