Loading

Fyndnir foreldrar #2

Við erum ekki hætt í foreldrahúmornum og birtum hérna nokkrar myndir sem eru óborganlegar.

parents4

Fjölskyldumynd af ströndinni sem ungur maður fékk senda frá foreldrum sínum.

parents3

Eigandi þessa ísskáps tók sig til og límdi augu á nánast allt inn í honum. Gæti líka verið góð megrunaraðferð ef út í það er farið.

parents2

Foreldrar þessara barna lugu að þeim að þau hefðu átt bróður sem neitaði alltaf að fara í bað þannig að hann breyttist í svepp. Þau gengu svo langt að setja inn myndir af „bróðurnum” í myndaalbúmið – eftir að hann breyttist í svepp og flutti út í skóg.

parents8

Til hamingju með 21 árs afmælið elskan… klárlega kaka ársins.

parents9

Þessi pabbi átti pínu erfitt með að sætta sig við tattú dótturinnar.

parents

Þessi eru í stuði…

parents7

Stelpurnar skoruðu á feður sína að leika myndina eftir. Þeir tóku áskoruninni.

parents6

Þessir foreldrar tóku af sér selfí… og sendu hana í pósti.

parents5

Og þessi pabbi ætlaði að tryggja það að engir óprúttnir herramenn gerðust of ágengir við dóttur sína þegar hún fór burt í háskóla. Hann lét því útbúa sérlega ófrýnilegt teppi sem hann kallaði einfaldlega „meyjarvörnina.”

Ljósmyndir: Bored Panda

X