Loading

FYRIR BARNIÐ SEM Á ALLT

Oft er erfitt að finna heppilega gjöf handa barninu sem virðist eiga allt. Heimaprjón kemur þá oft sterkt inn en þykir kannski ekki alltaf nógu dýrt og fínt. Þá er lítið annað að gera en að panta svona lúxús nuddker handa barninu.

Baðið er sérhannað fyrir börn frá fæðingu til tólf mánaða aldurs. Það er með nuddgræju, innbyggðum ljósabúnaði, blástursgræju sem við vitum ekki hvað gerir og til toppa lúxúsinn þá er það með sterkum fótum þannig að foreldrarnir þurfa ekki að bogra við böðunina.

Það er ítalski baðframleiðandinn BluBleu sem framleiðir herlegheitin sem kemur kannski ekkert á óvart enda Ítalarnir þekktir fyrir að vera meira töff en flestir.

Verðmiðinn er bara djók eða þannig – eftir því hvernig á það er litið – eða litlar þrjúhundruðþúsundkrónur!

Hægt er að kaupa baðkarin HÉR.

X