Loading

Fyrirbura fagnað með skrúðgöngu

Það eru alltaf gleðifregnir þegar fyrirburi kemst klakklaust í gegnum fyrstu vikur og mánuði ævi sinnar en þó eru ekki allir svo heppnir að fá skrúðgöngu. Það gerðist hins vegar í síðustu viku þegar Meredith Celine Mike kom loksins heim til sín eftir að hafa fæðst í október, rúmur þremur mánuðum fyrir tímann.

Foreldrar Meredith, höfðu árangurslaust reynt að eignast barn í yfir tíu ár. Fósturlát, misheppnaðar glasameðferðir og ættleiðing sem gekk til baka var staðreyndin sem blasti við þeim og þau höfðu formlega gefið vonina um að verða nokkurn tíman foreldrar upp á bátinn.

Þá gerðist kraftaverkið og von var á barni. Þegar móðirin var einungis gengin rúma fjóra mánuði fór hún af stað en því betur tókst að stoppa fæðinguna. Hún lá því fyrir í heila tvo mánuði þar til Meredith fæddist og var ekki hugað líf. Spítalinn var staðsettur í öðrum bæ þannig að hún var fjarri heimahögunum.

Í langan tíma var Meredith milli heims og helju og á sama tíma fylgdist heimabær hennar með hverjum andardrætti hennar. Fjölskyldan kemur nefnilega frá litlum bæ þar sem einungis eru 12 þúsund íbúar. Þar var fylgst náið með framvindu hennar og þegar gleðidagurinn rann loksins upp að Meridith kæmi heim beið hennar lögreglufylgd og formleg skrúðganga. Húsið var skreytt og allir bæjarbúar virtust mættir til að berja nýja bæjarbúann augum.

Foreldrar hennar og ættingjar voru skiljanlega í skýunum með móttökurnar… og þá staðreynd að Meredith litla var loks komin heim og er hugað langt og gott líf þrátt fyrir bratta byrjun.

X