Loading

FYRIRBURI Í LÍFSHÆTTU: HJÚKKAN LÍMDI SNUÐIÐ FAST

Bretar virðast eiga heimsmetið í vondum barnafréttum þessa dagana en þessi endar þó vel. Sarah Fellows eignaðist tvíbura átta vikum fyrir tímann. Döfnuðu þeir þó vel og voru fljótt sendir heim. Nokkru síðar fengu þeir báðir bronkítis og voru lagðir inn á sjúkrahús. Annar tvíburinn jafnaði sig mun fyrr og var sendur heim á meðan hinn lá ennþá inni. Á gamlársdag fær móðirin símtal frá hjúkrunarfræðingi á sjúkrahúsinu um að einhver hafi límt snuðið fast á drenginn til að þagga niður í honum.

Málið er eðlilega litið grafalvarlegum augum enda var drengurinn í stórhættu vegna þessa. Er þetta bæði stórhættulegt og algjörlega óafsakanleg vinnubrögð. Spítalinn hefur brugðist við málinu með því að víkja hjúkrunarfræðingnum sem grunaður er um verkið tímabundið frá störfum.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni og sjá myndir HÉR.

X