Loading

Fyrirburum bjargað með kolkröbbum

Þegar starfsfólkið á Pool spítalanum í Dorset á Englandi heyrði af tímamóta tilraunum í umönnun fyrirbura og hvernig einfalt heimahekl var að auka bata og lífsgæði fyrirburanna vildi það prófa sjálft.

Um er að hræða heklaða kolkrabba sem fyrirburarnir fá í hendurnar og sýndu danskar rannsóknir að hjartsláttur fyrirburanna varð reglulegri, þeir önduðu betur og súrefnismettun í blóðinu jókst. Eins voru minni líkur á að börnin toguðu í snúrur og slöngur.

Og skýringin er einföld… fálmarnir á kolkrabbanum minna fyrirburana á naflastrenginn í móður kviði og halda því um þá og róast niður. Áferðin á heklinu minnir líka um margt á umhverfið í móðurkviði og því róast börnin niður og líður betur.

Svo ótrúlega einfalt og áhrifaríkt… og nú fá allir fyrirburar við spítalann heklaðan kolkrabba sem fylgir þeim – og bara þeim.

X