Loading

Fyrirburum bjargað með Ziploc pokum

Það er margt undarlegt en svo er líka svo margt sem er svo einfalt. Eins og það að setja fyrirbura í Ziploc poka til að bjarga lífi hans.

Spítali nokkur í Texas sendi frá sér niðurstöður rannsókna á dögunum um tilraunameðferð sem spítalinn hafði verið að þróa. Fólst meðferðin í að setja fyrirbura í Ziploc poka (rennilásapoka sem eru fremur þykkir og henta vel í frost). Tilgangurinn var að halda hita á þeim og koma í veg fyrir hitatap eftir að fyrirburinn kemur úr móðurkviði. Að sjálfsögðu er klippt gat á pokann til að tryggja örugga öndun en plastið er hitaeinangrandi og hefur þessi tilraunarmeðferð gefið góða raun og fækkað fyrirburum á gjörgæslu vegna ofkælingar. Að auki er kengúruaðferðinni beitt – en þó með pokanum þannig að barnið er fyrst sett í poka og svo á bringu móður sinnar (eða föður ef móðurinnar nýtur ekki við).

Aðstandendur verkefnisins segja að pokarnir komi foreldrum oft spánskt fyrir sjónir en fólk venjist þeim ótrúlega fljótt enda hafa þeir sannað gildi sitt.

Nánar má lesa um málið hér.

X