Loading

FYRIRLESTUR UM SKAPOFSAKÖST

Á dögunum birtum við pistil eftir Rakel Rán Sigurbjörnsdóttur þar sem hún útskýrði á einfaldan hátt fyrirbærið skapofsaköst hjá börnum. Pistillinn sló í gegn og þúsundir lásu hann. Ummælin létu heldur ekki á sér standa og margur hafði á orði að þessi pistill hefði átt að birtast fyrr.

Nú getum við haldið áfram að gleðjast því Rakel Rán ætlar að vera með fyrirlestur sem heitir Áhrif uppeldis á heilaþroska og persónuleika. Hann verður haldinn sunnudaginn 21. apríl, frá 12:00-14:00.

Að sögn Rakelar hefur fyrirlesturinn fengið mjög góðar undirtektir en í honum er farið yfir stefnur í uppeldismálum, tengslakenningar, tengslagerðir og þroska heilans fyrstu árin.

Þáttakendur verða að skrá sig á fjolskyldustudningur@gmail.com. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.

Og hér er svo fyrirlesturinn Skapofsaköst hjá börnum.

X