Loading

FYRIRSÆTA MEÐ DOWN HEILKENNI

Margir hafa glaðst yfir nýjustu auglýsingaherferð smásölurisans Target en þar gefur að líta nokkra glaðlega krakka – og ef betur er að gáð má sjá að einn þeirra er með Down heilkenni.
Um er að ræða hinn sex ára gamla Ryan sem tekur sig vel út í hlutverkinu – en það sem hefur vakið svo mikla ánægju er að hann skuli ekki vera merktur sérstaklega sem fatlaður eða öðruvísi.
Sá sem fyrst vakti athygli á þessu var bloggarinn Rick Smith sem að heldur úti bloggsíðunni Noah´s Dad þar sem hann bloggar um son sinn Noah sem er með Down heilkenni.

Segir hann meðal annars:

This wasn’t a “Special Clothing For Special People” catalog. There wasn’t a call out somewhere on the page proudly proclaiming that “Target’s proud to feature a model with Down syndrome in this week’s ad!” And they didn’t even ask him to model a shirt with the phrase, “We Aren’t All Angels” printed on the front.

In other words, they didn’t make a big deal out of it. I like that.

Bloggið má lesa HÉR.

X