Loading

Fyrsta augnablikið

Ef það er eitthvað augnablik sem tekur öðrum fram í lífinu er það augnablikið sem við hittum börnin okkar í fyrsta skipti. Þar tengjast hjörtu órjúfanlegum böndum og ferðalag lífsins hefst formlega.

Sem betur fer er nægt að festa þetta augnablik á filmu og mæðurnar Bel og River ákváðu að setja á fót The First Hello Project – sem við köllum Fyrsta augnablikið.
Þar er safnað saman myndum að þessu stórkostlega augnabliki. Þær stöllur eru báðar ljósmyndarar og áttu gott safn af myndum en fljótlega vatt verkefnið upp á sig og nú er þetta hluti af þjónustunni sem þær bjóða upp á sem ljósmyndarar.

Við elskum hugmyndina og pælinguna á bak við það. Fyrsta augnablikið, fyrsta augntillitið, fyrsti andardrátturinn…

X