Loading

Gæludýrin ofurspennt yfir nýja barninu

Það er alltaf pínu kvíði sem fylgir því að kynna gæludýr fyrir nýjum fjölskyldumeðlimum. Stundum fer allt í vitleysu og dýrin fara að sýna af sér undarlega hegðun í mótmælaskyni – sem oftar en ekki eru 100% eðlileg viðbrögð við breyttum aðstæðum og minni ástúð og athygli.

Á hinn bóginn geta viðbrögðin verði einlæg gleði og áhugi á nýja meðliminum og stundum taka dýrin hlutverk sitt mjög alvarlega og sjá sjálf sig sem umönnunaraðila eða verndara.
Þegar Kasey Boggs kom heim af spítalanum ásamt eiginmanni sínum og nýfæddum syni átti hún von á ýmsu enda áttu þau fjóra hunda sem þau höfðu bjargað og einn kött. Kasey segir að sér hafi fundist eins og þau væru að bíða eftir drengnum, sem skírður var Sonny. Frá fyrstu stundu hafi þau tekið ástfóstri við hann og sýnt honum ómælda nærgætni og umhyggju.

Kötturinn Mía er aldrei langt frá drengnum og sér um að passa upp á hann. Roxy, sem var fyrsti hundurinn sem hjónin björguðu, leggur sig reglulega með sínum mennska bróður og segir Kasey að sambandið milli drengsins og Roxy sé hvað sérstakast því Roxy hafi fylgt Kasey lengi og þær hafi gengið í gegnum margt saman. Vill hún meina að Roxy skilji hveru mikilvæg viðbót litli drengurinn er við fjölskylduna og sýni það með hegðun sinni.

Edith og Rosie fylgjast með því hvort drengurinn gráti og Jake – sem er eini karlhundurinn lítur á sig sem stóra bróður.

Fjölskyldan er dugleg að birta myndir á Instagram og þær má nálgast hér.

X