Loading

GAMALT BORÐ TEKIÐ Í GEGN

Hlutirnir þurfa ekki að kosta mikið ef að hugvitið er með í för. Við rákumst á þetta dásamlega yfirhal á gömlu borði og stólum sem búið er að taka í gegn á stórsniðugan hátt en borðplatan er máluð með svartri krítarmálningu. Stólarnir og borðfæturnir eru síðan málaðir í fallegum fölbleikum lit.

Stórsniðug hugmynd sem vert er að nota. Hægt er að mála stólana í hvaða lit sem er og krítarmálningu er hægt að fá í öllum helstu málningarvöruverslunum landsins.

Heimild: SugarscoutX